23.6 Opið í verslun frá kl. 17-19

Ertu á Akureyri?

Við bjóðum viðskiptavinum okkar á Akureyri upp á fría heimkeyrslu.

Nýttu tækifærið og fáðu vöruna samdægurs heim að dyrum.

Valmöguleikinn er í greiðsluferlinu.

Sú minnsta og eina

Sjoppan vöruhús er lítið fjölskyldufyrirtæki í Listagilinu á Akureyri sem hefur selt fjölbreyttar, skemmtilegar og vandaðar hönnunarvörur út um lúgu frá árinu 2014.

Innblástur Sjoppunnar kemur frá barnæsku eigenda þegar farið var í hverfissjoppuna og keypt bland í poka, hægt var að velja alls konar sælgæti í öllum litum, stærðum og gerðum og alltaf eitthvað nýtt í boði.

Almar, Heiða & Mía

Sumarmarkaður 2025

Þá er loksins komið að sumarmarkaði sjoppufjölskyldunnar og vina. Markaðurinn hefur fært sig um set og er núna haldinn í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri helgina 4.-6. júlí, kl. 11-17 alla dagana.

Markaðurinn hefur ekki verið haldinn síðan 2023 og því ýmislegt sem safnast hefur á þeim tíma. Flottar og fágaðar vörur á fínu verði.

Almar í Sjoppunni hefur verið einstaklega duglegur að hreinsa til geymslunni en hann hefur safnað að sér gömlum hönnunarvörum í mörg ár.

Nánar hér

Fregnmiði Sjoppunnar

Skráðu þig og vertu fyrst/ur til að fá fregnir af einstökum tilboðum og nýjum vörum.

Sjoppan Vöruhús

Kaupvangsstræti 21,

Listagilið, 600 Akureyri

S. 864-0710

info@sjoppanvoruhus.is

Opnunartíminn okkar

Í Sjoppunni er breytilegur opnunartími dag frá degi sem hægt er að sjá efst á þessari síðu. 

Hringja þarf bjöllunni til að fá aðstoð.

Mögulegt er að redda vörum utan opnunartíma í síma 864-0710