19.3 Einungis opið í vefverslun

Um okkur

Sjoppan vöruhús opnaði formlega 1. janúar 2014. Eigendur eru Almar Alfreðsson og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir. Sjoppan er sennilega eina og minnsta hönnunarsjoppan á Íslandi. Eigendum hafði dreymt um að bjóða fólki upp á fleiri vörur en þær sem þau framleiða undir merkinu ALMAR vöruhönnun en vegna plássleysis á vinnustofunni varð ekkert úr því. Þegar skipta þurfti um útihurð ákváðu þau að nýta tækifærið, láta útbúa lúgu á hurðina og opna litla verslun í anddyrinu. Þannig nýta þau plássið vel og fólk getur komið og keypt sér fallegar vörur gegnum lúguna.

Vöruúrval Sjoppunnar er fjölbreytt og síbreytilegt. Vandaðar vörur, helst með smá húmor, innlendar sem erlendar. Eins og nafnið segir til um er stærðin (3,5fm) ekki vandamál og stefnt á að selja stóra sem litla hluti og jafnvel halda einhverja viðburði eins og tónleika, ljóðalestur og fleira. Almar og Heiða reyna eftir fremsta megni að veita góða og persónulega þjónustu.

Opnunartími er breytilegur dag frá degi en hægt er að sjá hann efst á forsíðunni. Hringja þarf bjöllunni til að fá aðstoð. Mögulegt er að redda vörum utan opnunartíma í síma 864-0710

Komdu í heimsókn eða sendu línu á netfangið info@sjoppanvoruhus.is
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:

 

Fjölskyldan í Sjoppunni

Almar Alfreðsson
vöruhönnuður/FVI, útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011.
Netfang: almar@sjoppanvoruhus.is

 

 

Heiða Björk Viljálmsdóttir
trúarbragða- og sagnfræðingur, útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2015.
Netfang: heida@sjoppanvoruhus.is

 

 

Mía Almarsdóttir
dóttir foreldra sinna, upprennandi sjoppudama og veitir innblástur alla daga.

 

Upplýsingar um seljanda

Sjoppan vöruhús / Almar Alfreðsson
Kaupvangsstræti 21
600 Akureyri
Iceland

Kt. 071080-5449
Reikningsnr. 565-26-7793
VSK númer: 112733
Sími: 864-0710
Netfang: info@sjoppanvoruhus.is