Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun
Öll ákvæði skilmálanna hér fyrir neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög.
Viðskiptaskilmálarnir gildia um sölu á vöru og þjónustu Sjoppunnar vöruhúss til viðskiptavina. Einnig eru þeir samþykktir af viðskiptavini við staðfestingu á pöntun. Viðskiptaskilmálarnir og aðrar upplýsingar á sjoppanvoruhus.is eru einungis fáanlegar á íslensku.
Upplýsingar um seljanda
Sjoppan vöruhús / Almar Alfreðsson
Kaupvangsstræti 21
600 Akureyri
Iceland
Kt. 071080-5449
Reikningsnr. 565-26-7793
VSK númer: 112733
Sími: 864-0710
Netfang: info@sjoppanvoruhus.is
Pantanir
Sjoppan vöruhús afgreiðir pöntun um leið og greiðsla hefur borist. Viðskiptavinurinn fær staðfestingarpóst á uppgefið netfang. Sé varan ekki til fær viðskiptavinurinn tölvupóst og eða símatal þar sem aðrir möguleikar eru ræddir.
Verð
Vinsamlegast athugið að öll verð á heimasíðunni eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Sjoppan vöruhús sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp eða varan uppseld. Uppfærsla á verðum getur breyst án fyrirvara. Almennar vörur í Sjoppunni eru með 24% virðisaukaskatti en matvörur eru með 11 % virðisaukaskatti sem er innifalinn í verði og kemur fram á útgefnum reikninum. Öll verð eru í íslenskum krónum (ISK)
Greiðsla
Sjoppan vöruhús býður upp á þrjá greiðslumöguleika: greiðsla með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Teya (teya.is) sem hafa hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun. Sjoppan vöruhús fær því aldrei kortaupplýsingar viðskiptavinar.
Ef millifærsla er valin fær viðskiptavinur sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer, kennitölu og netfang fyrir kvittun frá banka/heimabanka um greiðslu. Pöntunin er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn og kvittun hefur borist. Ef ekki er greitt innan 24ra klst. frá staðfestingu pöntunar telst hún ógild.
Afhending
Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur verið móttekin. Varan er send til viðskiptavinar með Íslandspósti og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan er skráð á pósthúsinu. Einnig fær hann sms tilkynningu þegar varan er komin. Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 13.000 kr.
- Sending á næsta pósthús: 1.430 kr.
- Sending upp að dyrum: 2.050 kr.
- Sending utan Íslands 4.100 kr.
Hægt er að sækja vöruna án kostnaðar í Sjoppuna, Kaupvangsstræti 21, á opnunartíma sem hægt er að sjá daglega efst á þessari heimasíðu. Ef viðskiptavinur getur ekki komið á opnunartíma er hægt að hafa samband utan opnunartíma í síma 864-0710. Fyrir þá viðskiptavini sem komast ekki í Sjoppuna vegna fötlunar bjóðum við upp á fría heimsendingu innan Akureyrar.
Einnig bjóðum við upp á fría heimsendingu innan Akureyrar. Reynt verður að afgreiða pöntunina samdægurs eða daginn eftir.
Vöruskil og útsölur
Vörum er hægt að skila innan 14 daga og fá endurgreitt. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar nema ef um er að ræða ranga eða gallaða vöru. Viðskiptavinur er vinsamlegast beðinn um að senda tölvupóst á netfangið info@sjoppanvoruhus.is eða hringja í síma 864-0710 áður en vara er endursend.
Vara sem keypt er á útsölu fæst ekki skilað fyrir endurgreiðslu en möguleiki er á að skipta í aðra útsöluvöru.
Upplýsingar um viðskiptavini
Við pöntun fyllir viðskiptavinur út upplýsingar svo sem nafn, netfang og heimilisfang. Við staðfestingu á pöntun samþykkir viðskiptavinurinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn Sjoppunnar vöruhúss. Þessar upplýsingar ábyrgist Sjoppan að farið sé með sem trúnaðarmál og þær verði ekki afhentar þriðja aðila.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Kvartanir
Sjoppan vöruhús reynir eftir fremsta megni að bjóða upp á persónulega og faglega þjónustu. Ef viðskiptavinur er á einhvern hátt óánægður með kaupin eða þjónustuna hvetjum við hann til að hafa samband á netfangið info@sjoppanvoruhus.is eða í síma 864-0710 svo hægt sé að leysa málið í sameiningu.
Aðrar spurningar
Ef viðskiptavinur óskar eftir fleiri upplýsingum skal hann ekki hika við að hafa samband á netfangið info@sjoppanvoruhus.is eða í síma 864-0710.