7.500 kr
Candle Saucer kertaskál - Týpa 40
Þegar fallegar undirskálar eru settar saman við handrunnið látún, frá Hugo Brauer Metallwaren í Berlín, verða til afar fallegir og forvitnilegir kertastjakar. Hönnunin er eftir Hrafnkel Birgisson vöruhönnuð þar sem hugmyndafræði um endurnýtingu og gildi hluta spila stórt hlutverk. Undirskálarnar handvelur Hrafnkell oftast á flóamörkuðum í Evrópu sem gerir hvern kertastjaka einstakan. Líttu við í SJOPPUNNI og náðu þér í fallegan kertastjaka.